Borgó komið í aðra umferð Gettu betur

1/2/2017

  • Gettu betur lógó
Þriðjudaginn 31. janúar mætti lið Borgarholtsskóla liði FB í Gettu betur. Lið Borgó sigraði með 23 stigum gegn 13 og er þar með komið í aðra umferð keppninnar.
Þriðjudaginn 7. febrúar mætir lið Borgarholtsskóla liði Kvennaskólans  í 2. umferð Gettu betur. Keppnin verður send beint út á Rás 2 og fer hún fram kl. 20:30. Síða þáttarins .

Lið Borgarholtsskóla er skipað þeim Arneyju Ósk Guðlaugsdóttur, Jóni Hlífari Aðalssteinssyni og Kristjáni Daðasyni.
Þjálfari er Sigurður Árni Sigurðsson sögukennari.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira