Borgó í undanúrslit Gettu betur

31/1/2020

  • Lið Borgarholtsskóla í Gettu betur 2020

Í kvöld, 31. janúar sigraði lið Borgarholtsskóla lið Tækniskólans í Gettu betur með 26 stigum gegn 24 stigum. Þar með er lið Borgarholtsskóla komið í undanúrslit keppninnar.

Í liði Borgarholtsskóla í ár er Fanney Ósk Einarsdóttir, Magnús Hrafn Einarsson og Viktor Hugi Jónsson.

Borgarholtsskóli hefur einu sinni unnið Gettu betur en það var árið 2005. Árin 2001, 2004 og 2014 keppti skólinn jafnframt til úrslita en þær viðureignir töpuðust.

Meðfylgjandi mynd af liði Borgarholtsskóla er fengin að láni af facebook síðu Gettu betur .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira