Borgó í Gettu betur

15/1/2019

  • Gettu betur

Borgarholtsskóli tekur þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur eins og áður. Liðið er að þessu sinni skipað þeim Fanneyju Ósk Einarsdóttur, Hnikari Bjarma Franklínssyni og Magnúsi Hrafni Einarssyni. Liðsstjórar og þjálfarar eru Sigurður Árni Sigurðsson sögukennari og Daníel Óli Ólafsson fyrrverandi nemandi við skólann og keppandi í Gettu betur.

Nú eru búnar tvær umferðir sem báðar fóru fram í útvarpi.
Fyrri viðureignin fór fram 7. janúar og var á móti Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Lið BHS sigraði með 24 stigum gegn 8.
Síðari viðureignin fór fram 14. janúar og var á móti Framhaldsskólanum á Laugum. Lið BHS sigraði með 28 stigum gegn 21.

Þetta þýðir að lið Borgarholtsskóla er nú komið áfram í næstu umferð sem hefst 1. febrúar og verður í sýnd í Ríkissjónvarpinu.

Liðinu er óskað góðs gengis í næstu umferðum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira