Borghyltingur gefur út bók

31/8/2021

  • Ævintýri músadrekans

Júlía Hrönn Hjálmarsdóttir gaf á dögunum út barnabók ásamt fjögurra ára bróður sínum Gunnari Elísi Ólafssyni. Júlía Hrönn brautskráðist af félagsvirkni- og uppeldissviði Borgarholtsskóla árið 2020. Bókin byrjaði sem verkefni í uppeldisfræði þar sem Júlía átti að búa til sögu og myndskreyta. 

Myndirnar átti hún auðvelt með en sagan lét á sér standa. Þess vegna leitaði hún til litla bróður síns, Gunnars Elísar. Úr varð sagan Ævintýri músadrekans. Sagan segir frá mús sem óskar sér að verða stór svo hún geti gert allt sem stóru dýrin gera. Ósk hennar rætist en hún kemst að því að stærðin er ekki allt. 

Júlíu Hrönn og Gunnari Elísi er óskað kærlega til hamingju með bókaútgáfuna. Viðtal við Júlíu Hrönn og Gunnar Elís birtist í kvöldfréttum RÚV fyrr í vikunni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira