Borghyltingar vinna til verðlauna í golfi
Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 20.-22. ágúst. Þar unnu til verðlauna tveir nemendur af afreksbraut Borgarholtsskóla.
Böðvar Bragi Pálsson sigraði í flokki 17-18 ára drengja en hann lék samtals á 2 höggum undir pari. Berglind Erla Baldursdóttir varð svo önnur í flokki 15-16 ára stúlkna en hún lék á samtals 25 höggum yfir pari.
Þeim Berglindi og Böðvari er óskað til hamingju með góðan árangur.
Myndirnar eru fengnar af vef GSÍ.