Borghyltingar vinna til verðlauna í golfi

24/8/2021 Afrekið

  • Berglind varð í öðru sæti í sínum flokki.
  • Böðvar varð í fyrsta sæti í sínum flokki.

Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 20.-22. ágúst. Þar unnu til verðlauna tveir nemendur af afreksbraut Borgarholtsskóla. 

Böðvar Bragi Pálsson sigraði í flokki 17-18 ára drengja en hann lék samtals á 2 höggum undir pari. Berglind Erla Baldursdóttir varð svo önnur í flokki 15-16 ára stúlkna en hún lék á samtals 25 höggum yfir pari. 

Þeim Berglindi og Böðvari er óskað til hamingju með góðan árangur. 

Myndirnar eru fengnar af vef GSÍ.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira