Borghyltingar keppa á Ólympíuleikum fatlaðra

7/9/2021

  • Bergrún
  • Róbert

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, fyrrum nemandi Borgarholtsskóla, og Róbert Ísak Jónsson, núverandi nemandi Borgarholtsskóla, kepptu á Ólympíuleikum fatlaðra í Tokyo á dögunum. Þau náðu góðum árangri og bættu bæði eigin Íslandsmet.

Bergrún keppti í kúluvarpi og langstökki. Hún varð sjöunda í kúluvarpinu en þar bætti hún eigið Íslandsmet um 47 sentímetra þar sem hún kastaði kúlunni 9,57 metra. Bergrún keppti einnig í langstökki þar sem hún stökk 4,04 metra sem dugði henni í áttunda sætið.

Róbert keppti í þremur greinum, 100m bringusundi, 100m flugsundi og 200m fjórsundi. Hann varð tíundi í bringusundinu. Róbert komst í úrslit í 100m flugsundi og náði þar sjötta sæti. Hann komst einnig í úrslit í 200m fjórsundi og varð sjötti. Hann bætti þar eigið Íslandsmet sitt í greininni og synti á 2:14,16 mínútum.

Þeim Bergrúnu og Róberti er óskað kærlega til hamingju með frábæran árangur. 

Myndirnar eru fengnar frá Íþróttsambandi fatlaðra .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira