Borgarstjórinn í heimsókn
Í dag, miðvikudaginn 20. apríl, kom Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt aðstoðarmanni sínum Pétri Krogh Ólafssyni í heimsókn í Borgarholtsskóla.Ingi Bogi Bogason skólameistari tók á móti Degi ásamt Ástu Laufeyju Aðalsteinsdóttur mannauðsstjóra, Magnúsi V. Magnússyni áfangastjóra og tveimur fulltrúum nemenda, þeim Þórhildi Völu Kjartansdóttur og Elísu Birgisdóttur.
Gestunum var boðið inn á skrifstofu skólameistara þar sem þeim var sagt frá starfsemi skólans. Að því loknu var gengið um skólann og litið á starfsemina.
Heimsókninni lauk í matsal starfsfólks þar sem Degi og Pétri var boðið í hádegismat.
Fleiri myndir úr heimsókninni má sjá inn á facebook síðu skólans .