Borgarholtsskóli vinnur Lífshlaupið

23/3/2021

  • Ásta Laufey tekur við verðlaunum fyrir Lífshlaupið

Borgarholtsskóla bar sigur úr býtum í sínum flokki (framhaldsskóli með fleiri en 1000 nemendur) í Lífshlaupinu. Nemendur og starsfólk skólans stóðu sig með stakri prýði í að skrá niður alla þá fjölbreyttu hreyfingu sem þau stunduðu. Borgarholtsskóli hefur unnið sinn flokk síðan keppnin var fyrst haldin árið 2016 svo þetta er sjötta árið í röð. Kristín Birna Ólafsdóttir frá ÍSÍ kom og afhenti tvo verðlaunaskildi, einn fyrir flestar mínútur og annan fyrir flesta þátttökudaga.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og stóð keppnin í framhaldsskólum yfir dagana 3. til 16. febrúar. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira