Borgarholtsskóli tekur þátt í Ungum frumkvöðlum

10/4/2018

  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018
  • Ungir fumkvöðlar 2018

Um helgina var vörumessa ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Þar voru kynntu 120 örfyrirtæki nemenda í framhaldsskólum landsins varning sinn. Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa setið námsáfanga í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Borgarholtsskóli var meðal þátttakenda og voru tólf lið frá skólanum skráð til keppni. Keppendur eru allir nemendur í áfanganum NÝS3A05 en áfanginn, sem er skylda á öllum bóknámsbrautum skólans, myndar ramma utan um lokaverkefni þeirra.

Nemendur skólans stóðu sig vel. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum höfðu þeir lagt mikla vinnu í kynningarnar en meðal þess sem dómarar keppninnar skoðuðu var framsetning vörunnar, kynningarræða nemendanna og samskipti við hugsanlega viðskiptavini.

Eins og kunnugt er var nýsköpunar- og frumkvöðlamennt valin sem samnefnari fyrir nám á bóknámsbrautum Borgarholtsskóla. Nemendur kynnast grunnhugsun frumkvöðlafræðanna í lífsleikni strax í upphafi náms og taka svo þrjá áfanga undir lok námsins. Keppni ungra frumkvöðla er hluti lokaverkefnis nemenda en verkefnið skapar þeim tækifæri til að flétta saman fjölbreytta hæfni sem þeir hafa öðlast í ólíkum námsáföngum, t.d. tungumálum, stærðfræði, félagsgreinum, náttúrufræðigreinum og viðskiptagreinum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira