Borgarholtsskóli sigraði í Lífshlaupinu

3/3/2017

  • Borgó sigurvegari í Lífshlaupinu í sinum flokki febrúar 2017

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fór það fram núna í febrúar.

Lífshlaup framhaldsskólanna fór fram dagana 1. - 14. febrúar.  Nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla stóð sig með miklum sóma og sigraðu í sínum flokki (framhaldsskólar með fleiri en 1000 nemendur).

Verðlaunaafhendingin fór fram mánudaginn 27. febrúar og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri af Ársæli Guðmundssyni skólameistara ásamt nokkrum nemendum skólans og fulltrúa Tækniskólans, sem lenti í 3. sæti. Myndin var fengin að láni af vef ÍSÍ .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira