Borgarholtsskóli í úrslit Gettu betur

29/2/2020

  • Gettu-betur-lid-i-urslit

Föstudaginn 28. febrúar fór fram fyrri viðureignin í undanúrslitum Gettu betur 2020. Lið Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólans við Ármúla áttust við en þetta er í fyrsta sinn sem síðarnefndi skólinn kemst svo langt í keppninni. Mikil stemning var í salnum og stóðu stuðningsmenn liðanna sig með stakri prýði.

Keppnin sjálf var jöfn og spennandi. Eftir hraðaspurningarnar leiddi lið FÁ og hélt forskoti sínu alveg þar til kom að vísbendingarspurningum. Náði lið Borgó forystu eftir fyrri spurninguna en lið FÁ jafnaði með því að svara þeirri seinni rétt. Þríþrautin í lokni gaf hvorugu liðinu stig þannig að grípa þurfti til bráðabana. Það lið sem fyrr svaraði tveimur spurningum rétt færi með sigur af hólmi.

Lið Borgó svaraði fyrstu spurningunni rétt. Byrjað var að bera upp aðra spurninguna en áður en því var lokið hringdi lið FÁ bjöllunni en náði ekki að svara rétt. Svarrétturinn færðist því til Borgó og eftir að klárað var að bera upp alla spurninguna svaraði liðið rétt. Þar með var ljóst að lið Borgarholtsskóla var komið í úrslit Gettu betur 2020.

Óskum liðinu og þjálfurum þess til hamingju með árangurinn. Áfram Borgó!

Frétt á vef RÚV


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira