Borgarholtsskóli 20 ára

2/9/2016

 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016
 • BHS 20 ára - 2. september 2016

Í dag 2. september 2016 eru 20 ár síðan Borgarholtsskóli var settur í fyrsta sinn.  Af því tilefni var fyrsta kennslustund dagsins stytt örlítið og hljómsveit skólans rölti um gangana og sótti nemendur í tíma.  Safnast var saman í matsal skólans og nemendum var boðið upp á súkkulaði. Jafnframt var tilkynnt að vegleg afmælisveisla yrði haldinn fimmtudaginn 13. október.

Ársæll skólameistari stýrði samkomunni.  Hann rifjaði upp nokkra atburði sem hefðu orðið 2. september, bæði slæma og góða, minnti á að þá slæmu þyrfti að muna en þeim góðu ætti að fagna.  Þegar skólinn var settur í fyrsta sinn voru um 400 nemendur skráðir í skólann og starfsfólk var á fimmta tug.  Í dag eru 8 starfsmenn úr þeim hópi enn starfandi.  Þessum mönnum voru færðar gjafir en þeir eru Bjarni Jóhannsson, Egill Þór Magnússon, Guðmundur Guðlaugsson,  Guðmundur Þórhallsson, Jón Benediktsson, Magnús Ingólfsson, Magnús V. Magnússon og Óttar Ólafsson.

Skólameistari færði fulltrúa Nemendafélags BHS blómvönd og tilkynnti að í tilefni afmælisins yrði fjárhæð varið til að bæta aðstöðu nemenda í skólanum.

Að lokum var afmælissöngurinn sunginn undir stjórn Inga Boga aðstoðarskólameistara og undirleik skólahljómsveitarinnar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira