Skapandi verkefni um Snorra-Eddu

14/10/2021 Bóknám

  • Slönguspil með Snorra-Eddu ívafi
  • Borðspil
  • Nemendur með spilið sitt
  • Nemendur spila
  • Nökkvi og nemendur

Nemendur í ÍSL2A05 hafa undanfarnar vikur verið að lesa Snorra-Eddu. Í tengslum við verkefnin hafa nemendur verið að gera ýmis konar skapandi verkefni, líkt og myndasögur og borðspil. Í hóp Nökkva Jarls Bjarnasonar gerðu nemendur borðspil þar sem þeir höfðu Snorra-Eddu til tilsjónar. Þegar nemendur voru að hanna spilin áttu þeir að láta leikreglurnar taka mið af sögum og/eða persónum úr norrænni goðafræði ásamt því að styðjast við menningararfinn myndrænt. 

Nemendum fannst þetta gefandi og skemmtilegt verkefni og afraksturinn var virkilega flottur. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira