Bókakápur
Lokaverkefni annars árs nema í grafískri hönnun í vor var samstarfsverkefni við fjóra rithöfunda, Andra Snæ Magnason, Gerði Kristnýju, Unni Þóru Jökuldsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Höfundarnir útbjuggu sögulýsingu fyrir þessa upprennandi hönnuði sem síðan hönnuðu bókakápurnar.
Höfundarnir voru sælir með útkomuna og nemendur ánægðir með samstarfið - margar flottar tillögur litu dagsins ljós, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Rithöfundunum eru þökkuð sérlega jákvæð viðbrögð og skemmtilegt samstarf.