Body Project námskeið

9/10/2015

  • Body Project auglýsing

Í vetur verða boðin ókeypis líkamsmyndarnámskeið fyrir stelpur 18 ára og eldri í nær öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið kallast Body Project og er stutt og skemmtilegt námskeið sem hefur verið mikið rannsakað og reynst hjálpa stelpum að öðlast jákvæðari líkamsmynd og líða betur með sjálfar sig. 

Leiðbeinendur námskeiðanna eru allar þjálfaðir fagaðilar, menntaðar á sviði sálfræði og félagsráðgjafar. Auk þess starfa tvær sem eru framhaldsskólakennarar og ein var áður náms- og starfsráðgjafi. Umfram allt eru leiðbeinendurnir þó brennandi af áhuga á því að stuðla að jákvæðari líkamsmynd og valdeflingu hjá stelpum!

Námskeiðið er í tvö skipti, 2 klst í einu og verða haldin seinni part dags að loknum skóladegi, svo þetta ætti ekki að taka of mikinn tíma frá námi eða félagslífi.


Til að skrá sig þarf að senda póst á netfangið likamsmynd@gmail.com með upplýsingum um nafn aldur og skóla.  Að skráningu lokinni verður sendur tölvupóstur á þær sem hafa skráð sig með upplýsingum um nákvæmari tímasetningar  í Borgarholtsskóla.

Skráningarfrestur er til 10. október.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira