Bíladelludagar

6/3/2020 Bíliðngreinar

 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Fyrir bíladelludaga
 • Eftir bíladelludaga vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020
 • Bíladelludagar vorönn 2020

Dagana 3.-5. mars fóru fram bíladelludagar í Borgarholtsskóla. Þessa daga var kennsla brotin upp hjá nemendum á bíltæknibrautum og þeim gafst tækifæri til að prófa ýmislegt tengt bílum sem ekki fellur beint undir námskrá.

Nemendur í bílamálun, fengu m.a. leiðsögn í hvernig þeir gætu filmað bíla. Áhuginn var svo mikill að þegar upp var staðið var ekki bara búið að filma bíla sem voru í eigu Borgarholtsskóla, heldur var einn nemandi búin að leggja til þakið á sínum bíl og nemendur voru að auki búnir að filma þrjár hurðar.

Nemendur í bifreiðasmíði voru að leggja síðustu hönd á „Litlu ljót“ sem er verðandi rally cross bíll. Með vorinu er gert ráð fyrir að Borgarholtsskóli taki þátt í rally cross keppni þar sem nemendur sjá um aksturinn og viðhaldið á bílnum.

Nemendur í bifvélavirkjun voru í fjölbreyttum verkefnum enda fjölmennasti nemendahópurinn þar. Þau voru t.d. að parta bíl og læra hvernig bifreiðaskoðun fer fram. Unnið var við Ókindina og Ómagann, sem eru bílar sem búnir eru til annars vegar úr vespum og kappakstursbílaskel, og hins vegar úr vélsleða og kappakstursbílaskel. Nafngift þessara bíla er tilkomin vegna þess að þetta eru alls ekki fallegustu ökutæki sem sést hafa.

Á síðasta degi var svo pöntuð pizza handa nemendum og kennurum og nutu nemendur og kennarar í málm- og véltæknigreinum góðs af því þar sem þeim var einnig boðið í pizzapartýið.

Bíladelludagar eru haldnir á hverri önn en í þetta sinn stóðu þeir yfir í þrjá daga í stað fimm áður. Nemendur kvörtuðu yfir því enda einkenndust þessir dagar af mikilli gleði og áhuga hjá nemendum og kennurum sem lögðu mikla og óeigingjarna vinnu á sig til að allt gengi sem best. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira