Bíladelludagar
Bíladelludagar fóru fram dagana 10.-16. október í Borgarholtsskóla.
Á
bíladelludögum var hefðbundin kennsla brotin upp á bíltæknibrautum, en í
staðinn mættu nemendur í mismunandi verkefni á þeim tímum sem þeir áttu að vera
í lotum.
Verkefnin voru margvísleg, t.d. taka í sundur vespur og bíla, smíða
veltibúr, vinna hélt áfram við rallycross bíl og driftbíl og útlitshönnun á bíl
fór fram.
Fulltrúar
frá Ferðaklúbbnum 4x4 og Kvartmíluklúbbnum komu í heimsókn með bíla og hjól og haldnir
voru fyrirlestrar um klúbbana. Jafnframt var komið með tvo rallýbíla til að skoða og haldinn fyrirlestur um rallýkeppni og reglur þar að lútandi.
Bíladelludagar enduðu svo á veglegri pizzaveislu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á liðnum dögum og fleiri er hægt að sjá á facebook síðu skólans.