Bifvélavirkjanemar á flakki

22/1/2018

  • Ólafur Stefánsson frá Heklu ásamt nemendum og kennara frá BHS: Alexander, Svangeir, Einar, Viktor, Viggó, Hreinn (kennari) Mustafa, Sigurjón og Tómas.
  • Ólafur Stefánsson og við fætur hans er rafmótorinn úr VW Golf og á borðinu er nær allur rafbúnaðurinn til að koma bílnum áfram. Með honum á myndinni eru Mustafa og Jóhann
  • Rafgeymirinn í rafbílum er svolítið fyrirferðarmikill og þungur hér er Ólafur að sýna Einari rafgeymi  úr VW Golf
  • Sölvi Árnason frá Öskju sýnir búnaðinn í Kia Soul. Frá vinstri Einar, Tómas, Mustafa, Sölvi, Viggó, Willy, Alexander og fyrir framan Sigurjón.
  • Nemendahópurinn fyrir framan Renault Zoe í BL
  • Nils Magnússon að útskýra notkun greinis fyrir BMW rafhlöðu

Hekla 

Nokkrir nemendur á loka önn í bifvélavirkjun, sem voru í BRA3C03 (rafbílar, rafhreyflar, rafmagn), fengu tveggja morgna námskeið hjá sérfræðingum í rafbílum hjá Heklu. Þar var farið í hættur sem fylgja vinnu við rafbíla, hverjir hafa þekkingu til að geta sinnt rafbílum og hvernig á að aftengja háspennurafhlöðuna svo gera megi bílinn öruggan til að vinna í.

Nemendur (og kennari) voru ákaflega ánægðir með námskeiðið og góðar móttökur Heklu manna.

Askja

Bifreiðaumboðið Askja bauð nemunum líka í heimsókn. Hjá þeim var veitt fræðsla um rafbíla og sýndi Sölvi Árnason búnaðinn í Kia Soul og blendingsbifreiðina Kia Optima

BL

Bílaumboðið BL tók einnig á móti nemum í heimsókn. Nils Magnússon tók á móti hópnum og fræddi um raf og blendingsbíla frá BMW, Nissan og  Renault.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira