BHS með í BOXINU

21/10/2015

  • Nemendur sem tóku þátt í Boxins haust 2015

Fimm nemendur tóku í gær þátt í undankeppni BOXINS, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Þetta eru þau Íris Árnadóttir, Kristín Lísa Friðriksdóttir, Daníel Guðni Jóhannesson, Jón Hjörtur Pétursson og Björgvin Dagur Tómasson. Verkefnið var tvískipt: a) Að leysa tiltekna spilaþraut sem kynnt var á netinu, b) Að byggja undirstöðu úr 80 g A4 blöðum sem héldi uppi eins mörgum kílóum af bókum og unnt væri. Liðið komst alllangt með báðar þrautir og mátti vel við una. Pappírsbyggingin hélt uppi yfir 4,7 kg af bókum. Tæp 20 lið tóku þátt í undankeppninni; 8 lið komast í úrslitakeppnina síðar í mánuðinum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira