BHS komið í aðra umferð Gettu betur

11/1/2018

  • Gettu betur lógó
Spurningaþátturinn Gettu betur hefur hafið göngu sína og er það í þrítugasta og þriðja sinn. Fyrsta umferð fer fram þessa dagana og á miðvikudagskvöldið 10. janúar mætti lið Borgarholtsskóla liði Fjölbrautaskólans í Ármúla. Lið Borgarholtsskóla leiddi allan tímann og var niðurstaðan 31 stig Borgó gegn 21 stigi FÁ.
Lið Borgarholtsskóla er því komið í aðra umferð.

Lið Borgarholtsskóla er skipað þeim Arneyju Ósk Guðlaugsdóttur, Hnikari Bjarma Franklínssyni og Magnúsi Hrafni Einarssyni. Þjálfari er Sigurður Árni Sigurðsson, kennari í sögu.

Komið er í ljós að lið Borgarholtsskóla mætir liði Menntaskólans í Reykjavík í annarri umferð Gettu betur. Viðureignin fer fram mánudaginn 15. janúar kl. 19.23 og verður útvarpað á Rás 2.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira