BHS í samvinnu við Team Spark

4/9/2017

  • Bíll sem hannaður var af Team Spark

Team Spark er Formula Student lið Háskóla Íslands, en Formula Student er alþjóðleg hönnunar- og kappaksturskeppni milli háskólanema. Team Spark hefur keppt árlega síðan 2011. Liðið samanstendur af 46 nemendum úr öllum verkfræðigreinum Háskóla Íslands. Hver liðsmaður er með hlutverk og er nauðsynlegur hluti af verkefninu. Í hönnunarhópum sér hver liðsmaður um hönnun og framleiðslu á einum hlut í bílnum.

Í sumar sendi TEAM SPARK bílinn Loka til keppni. Liðsmenn voru í samstarfi við BHS síðasta vetur og var aðstaða skólans notuð til að gera mælingar á vægi, hestöflum og fleiru. Jafnframt sáu tveir kennarar skólans, Erlendur og Birgir Örn, um að sprauta bílinn.  Nemendurnir hrósuðu aðstöðunni í skólanum og töldu að hér hefðu þeir kynnst verkefni sínu á allt annan hátt en áður.

Myndin sem fylgir með er fengin að láni af vef Team Spark.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira