BHS í Gettu betur

27/1/2016

  • Gettu betur - lið Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli tók þátt í Gettu betur í ár eins og venjulega.  Liðið var skipað þeim Bryndísi Ingu Draupnisdóttur, Inga Erlingssyni og Jóni Hlífari Aðalsteinssyni.

Fyrsta viðureignin var við lið Verkmenntaskóla Austurlands.  Þar bar lið BHS sigur úr býtum með 25 stigum gegn 16.

Í annari umferð lenti liðið á móti liði MR.  Þar fóru leikar þannig að lið MR fékk 36 stig en lið BHS fékk 25 stig og datt þar með úr keppni.

Borgarholtsskóli sendi fyrst lið í Gettu betur árið 1998 og hefur síðan þá keppt 57 sinnum, sigrað 40 sinnum og tapað 17 sinnum.  Skólinn hefur einu sinni unnið keppnina en þrisvar lent í öðru sæti.  Frá árinu 2000 hefur lið BHS komist 11 sinnum í átta liða úrslit, þ.e. í sjónvarpið, og oft hefur skólinn verið með það gott lið að það ætti erindi meðal átta bestu en dregist á móti sterkum andstæðingi í útvarpinu, eins og gegn MR í ár. Sigurður Árni Sigurðsson kennari hefur frá upphafi þjálfað lið BHS.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira