Besta smásagan í íslensku 3B05

4/10/2018

  • Arnþór Birkir Sigurðsson verðlaunahafi í smásagnakeppninni ásamt Guðrúnu og Ásdísi íslenskukennurum

Nemendur í þremur hópum í íslensku 3B05 hófu önnina á því að skrifa eigin smásögu undir leiðsögn kennaranna Ásdísar Kristinsdóttur og Guðrúnar Guðjónsdóttur. Nemendur völdu síðan bestu söguna í hverjum hóp og voru þrjár sögur sendar til dómnefndar.

Dómnefnd var skipuð þremur kennurum: Berglindi Rúnarsdóttur íslenskukennara, Jóni Finni Hanssyni líffræðikennara og Nökkva Jarli Bjarnasyni íslenskukennara. Flest atkvæði hlaut saga Arnþórs Birkis Sigurðssonar, Drulla, og fékk hann viðurkenningu fyrir hana.

Dómnefnd var sammála um að saga Arnþórs sé vel skrifuð og lýsi söguefninu af innlifun og á myndrænan hátt. Arnþór notar áhuga sinn á Seinni heimsstyrjöldinni sem innblástur í atburði og persónusköpun og lýsir stríðsátökum af svo miklu innsæi að „lesanda finnst eins og hann sé að horfa á myndskeið af vettvangi; hryllingurinn skilar sér inn í merg og bein“ svo notuð séu ummæli eins dómarans.

Sögu Arnþórs má lesa hér að neðan og eru vonir bundnar við að hún geti örvað áhuga nemenda á skapandi skrifum og hvatt þá til tilrauna á ritvellinum.

Drulla eftir Arnþór Birkir Sigurðsson.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira