Berlínarför þýskunema
Í haustfríinu fór hópur nemenda í ÞÝS503 ásamt kennurunum sínum, þeim Bernd og Sigurborgu, í námsferð til Berlínar, höfuðborgar Þýskalands.
Margir merkisstaðir voru skoðaðir t.d. Reichstag, Brandenburger Tor, Potsdamer Platz, Checkpoint Charlie, Alexanderplatz með sjónvarpsturninum, Gedächtniskirche, East-Side Gallery og marga fleiri.
Mörg góð og áhugaverð söfn eru í Berlín. Í DDR-safninu er m.a. hægt að fara í ökuhermi í raunverulegum Trabant og skoða hvernig lífið var austanmegin múrsins. Einnig var Bernauerstraße gengin, þar sem hægt er að sjá hvernig múrinn leit út á sínum tíma og safn um sögu múrsins var skoðað.
Ýmislegt fleira var gert. Farið var á verslunargötuna KuDamm og horft á handboltaleik Íslendingaliðsins Füchse Berlin, þar Íslendingaliðið vann að sjálfsögðu. Haldið var upp á sigurinn í íslensku Hamborgarabúllunni í Berlín.
Heppnaðist ferðin í alla staði vel og voru nemendur og kennarar þeirra afar sáttir í ferðalok.