Bergrún Ósk íþróttakona ársins

13/12/2019 Afrekið

  • Bergrún Ósk, Ásta Katrín og Már

Fimmtudaginn 12. desember var Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frjálsíþróttakona í ÍR og nemandi á afreksíþróttabraut Borgarholtsskóla valin íþróttakona ársins 2019 hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Bergrún Ósk átti mjög gott ár en hæst bar að hún varð heimsmeistari í langstökki ungmenna í Nottwil í Swiss og náði 5. sæti á heimsmeistaramóti IPC í langstökki er hún stökk 4.26 metra.

Bergrún Ósk stefnir að því að taka þátt í Ólympíumóti fatlaðra sem verður í Tókýó á næsta ári.

Bergrúnu Ósk er óskað innilega til hamingju með titilinn og árangurinn.

Meðfylgjandi mynd var fengin að láni af vef Íþróttasambands fatlaðra. Með Bergrúnu Ósk er Már Gunnarsson sundmaður úr ÍRB sem var valinn íþróttamaður ársins og Ásta Katrín Helgadóttir sem fékk hvataverðlaunin en þau eru veitt einstaklingum, félögum eða stofnunum sem hafa unnið á framsækinn hátt í þágu íþróttastarfs fatlaðra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira