Bergrún heimsmeistari í langstökki

8/8/2019 Afrekið

  • Bergrún Ósk heimsmeistari

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir tók þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra ungmenna í frjálsum íþróttum sem fram fór í Nottwil í Sviss nú á dögunum. Berglind Ósk keppir í flokki T/F 37 (hreyfihamlaðir).

Bergrún Ósk varð heimsmeistari í langstökki með stökki upp á 4.12 metra og sigraði einnig í spjótkasti í sínum flokki en hún kastaði spjótinu 23.08 metra. Spjótkastið var hins vegar ekki verðlaunagrein á mótinu þar sem aðeins tveir keppendur voru skráðir.

Bergrúnu Ósk er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Íþróttasambands fatlaðra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira