Aukinn kraftur settur í íþróttir og lýðheilsu

28/10/2016

  • Nemendur af afrekssviði ásamt skólastjórnendum og mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Ingi Bogi Bogason, Ársæll Guðmundsson, Illugi Gunnarsson og Guðmundur L. Gunnarsson
  • Nemendur af afrekssviði haust 2016

Gengið hefur verið frá því af hálfu menntamálaráðherra að Borgarholtsskóli fái aukið fjármagn næstu fimm árin til að byggja áfram upp og þróa starfsemi á sviði íþrótta og lýðheilsu. Á afreksíþróttasviði skólans eru nú um 120 nemendur en þeir stunda nám á hinum ýmsu brautum skólans.  Stefnt er að auknu samstarfi skólans og Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi sem snýr að þjálfun og faglegu starfi.  Borgarholtsskóli mun í framtíðinni því   geta sinnt kennslu íþrótta á einum stað, þ.e. í Egilshöll.  Hingað til hefur skólinn þurft að vera með starfsemi á mörgum stöðum í tveimur sveitarfélögum vegna mikillar aðsóknar nemenda á afreksíþróttasvið. Einnig hefur skólinn í farvatninu nýjar námsbrautir á sviði björgunar- og öryggismála. Nýlega skrifaði skólameistari Borgarholtsskóla undir samstarfssaming við Háskólann í Reykjavík um samstarf á sviði íþrótta og lýðheilsu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira