Ásta Laufey ráðin

6/5/2020

  • Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir

Staða aðstoðarskólameistara Borgarholtsskóla var auglýst til umsóknar og bárust sex umsóknir. Ákveðið hefur verið að ráða Ástu Laufeyju Aðalsteinsdóttur og mun hún taka formlega við starfinu frá 1. ágúst 2020.

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir kom fyrst inn í Borgarholtsskóla í æfingakennslu og afleysingar á vorönn 2000 en frá hausti það sama ár hefur hún verið starfsmaður skólans. Ásta hefur kennt ensku og sinnt forvarnarmálum en síðan janúar 2018 hefur hún leyst af sem aðstoðarskólameistari.

Ásta Laufey lauk BA prófi í ensku og er með tvær meistaragráður, í ensku og mannauðsstjórnun, auk þess að vera með kennsluréttindi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira