Ásta Laufey nýr aðstoðarskólameistari

11/1/2018

  • Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir

Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari verður í leyfi frá skólanum til vors 2019 og hefur Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir verið ráðin til að leysa hann af.

Ásta Laufey hefur BA og M.Paed. í ensku og MS í mannauðsstjórnun auk kennsluréttinda frá Háskóla Íslands.
Á námsárunum var Ásta í æfingakennslu í Borgarholtsskóla og leysti enskukennara af um tíma. Árið 2000 var hún ráðin til skólans og hefur starfað þar síðan sem enskukennari. Síðan 2009 hefur Ásta jafnframt verið einn af félags- og forvarnarfulltrúum skólans og verkefnastjóri mannauðsmála frá 2014.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira