Árshátíð sérnámsbrautar
Árshátíð sérnámsbrautar var haldin í Hlöðunni Gufunesbæ
miðvikudaginn 11. apríl. Núverandi og fyrrverandi nemendum brautarinnar var boðið að koma og gera sér glaðan dag, fá sér pizzu og stíga dans.
Eydís Elfa Örnólfsdóttir, sigurvegari söngvakeppni Borgó tók lagið. Sigurvegari hæfileikakeppni sérnámsbrautar, Guðrún Selma Hilmarsdóttir söng jafnframt lagið Back to black (Amy Winehouse).
Jón Jónsson mætti á svæðið með gítarinn og Magnús Eðvald Halldórsson sá um danstónlistina.
Nemendafélag Borgarholtsskóla sá um skipulagningu og framkvæmd
árshátíðarinnar og er þetta í annað sinn sem það er gert með þessum
hætti.
Gestir skemmtu sér afbragðsvel og á Nemendafélag Borgarholtsskóla hrós skilið fyrir framtakið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hlöðunni í gærkvöldi.