Arney Ósk á Bessastöðum
Verðlaunaafhending
vegna smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi var haldin á Bessastöðum 3.
mars 2017. Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum,
aðstandendum þeirra og enskukennurum. Nemendur í Borgarholtsskóla áttu þrjár
sögur sem fóru í keppnina og lenti Arney Ósk í öðru sæti með söguna sína, "5 7 10 12 13 15". Þemað að þessu sinni var "ROOTS".
Næsta
smásögukeppni hefst á Evrópska tungumáladeginum 26. september en þá verður
tilkynnt um nýtt þema.
Allar verðlaunasögurnar hafa verið birtar á vef FEKÍ .