Anna með fyrirlestur fyrir nemendur
Þriðjudaginn 27. september 2016 kom Anna Guðrún Steinsen og hélt fyrirlestur fyrir nemendur um kvíða og streitu. Yfirskriftin var "Vertu framúrskarandi!". Anna Guðrún var fengin til þessa verks af stýrihópi um heilsueflandi framhaldsskóla.
5. október verður fræðslufundur fyrir foreldra um sama efni. Hugsunin með því að fá sama fyrirlesara til að tala bæði við nemendur og foreldra er að brúa bilið milli skóla og heimilis og skapa þannig umræðugrundvöll.