Andrea Anna vann söngkeppnina

28/1/2016

  • Söngkeppni Borgarholtsskóla janúar 2016
  • Söngkeppni Borgarholtsskóla janúar 2016

Söngkeppni Borgarholtsskóla var haldin í gærkvöldi, fimmtudaginn 27. janúar,  í Kaldalóni, Hörpu. Umgjörðin var falleg og söngkeppnin öll skipuleggjendum til sóma.

Kynnar kvöldsins voru Þórhildur, formaður nemendafélags BHS og Aron Már Ólason, snapchatgoðsögn. Dómarar voru Sturla Atlas, Ingó Veðurguð og Aron Hannes Emilsson.

Úrslitin voru eftirfarandi:
1. sæti - Andrea Anna Arnardóttir með lagið "Bound to You" með Christina Aguilera.
2. sæti - Gunnhildur Ólöf Jóhannsdóttir og Jasmine Cherrise Hauksdóttir með lagið "Not in That Way" með Sam Smith.
3. sæti - Dagný Guðmundsdóttir með lagið "When we Were Young" með Adele.

Skemmtiatriði voru í höndum Herra Hnetusmjörs og Arons Hannesar Emilssonar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira