Alþjóðlegi klósettdagurinn

19/11/2019

  • Frumsamið lag flutt aftur og aftur í 30 mínútur
  • Alþjóðlegi klósettdagurinn
  • Alþjóðlegi klósettdagurinn
  • Blóm gert úr klósettpappír

Nemendur í áfanganum VBS3A05 vöktu athygli á alþjóðlegum degi klósettsins og þeirri staðreynd að meira en helmingur jarðarbúa býr við ófullnægjandi salernisaðstöðu.

Nemendurnir bjuggu til tvær myndir og voru þær sýndar í matsalnum í hádeginu. Á sama tíma var frumsamið lag flutt í einni skólastofunni og endurtekið í heilar 30 mínútur. Auk þess höfðu þau gert plaköt og listaverk úr salernispappír.

Alþjóðlegi klósettdeginum er ætlað að hvetja fólk til að takast á við þau risastóru verkefni sem enn eru óunnin þegar kemur að salernismálum í heiminum og leggja lóð sitt á vogaskálarnar til að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem lofar hreinlætisaðstöðu fyrir alla árið 2030.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira