Alþjóðleg próf í þýsku A2

3/6/2019

  • Sigurður Leó Fossberg Óskarsson ásamt Ársæli Guðmundssyni skólameistara
  • Magnús Gauti Úlfarsson ásamt Ársæli Guðmundssyni skólameistara
  • Sandra Sif Gunnarsdóttir ásamt Ársæli Guðmundssyni skólameistara

Undanfarin ár hefur verið boðið upp á alþjóðlega viðurkennd þýskupróf á A2 stigi á vegum Goethe Institut hér í Borgarholtsskóla. Þau standa þeim nemendum til boða sem hafa staðið sig vel í þýskunámi og náð ákveðnum tökum á málinu í öllum færniþáttum.

Að þessu sinni þreyttu þrír nemendur við skólann prófið og náðu því með prýði. Þetta eru þau Magnús Gauti Úlfarsson, Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigurður Leó Fossberg Óskarsson sem lögðu mikið á sig við undirbúninginn fyrir prófið.

Þessum nemendum er óskað til hamingju með árangurinn og  velfarnaðar í framtíðinni en þau útskrifuðust öll nú í vor.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira