"Áhugi skiptir máli"

4/9/2017

  • Vinnufundur í Erasmus+ verkefninu

Fyrsti fundur Erasmus+ verkefnisins, sem ber heitið „Áhugi skiptir máli” (Motivation matters), var haldinn helgina 1. – 3. september síðastliðinn í Reykjavík. Þátttakendur í verkefninu eru kennarar frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Neil Clarke leiðir verkefnið en hann og Hårvard Lyngheim koma frá framhaldsskólanum í Sortlandi í Noregi. Frá framhaldsskólanum í Skanderborg í Danmörku koma Søren Rasmussen, Morten Hilligsø Munk og Anne Blum. Finnarnir Pia Virranmäki og  Sanna Niskanen koma frá Pudasjärven framhaldsskólanum í Pudasjärven í Norður-Finnlandi. Unnur Gísladóttir, Hrönn Harðardóttir og Sandra Hlín Guðmundsdóttir eru fulltrúar Borgarholtsskóla. Verkefnið, sem stendur yfir í tvö ár, er unnið af nemendum og kennurum í lífsleikni.

Erasmus+


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira