Aftur í staðnám
Kennsla verður samkvæmt stundatöflu eftir páskaleyfi. Vonir standa til að ljúka önninni með tiltölulega eðlilegum hætti. Nemendur eru þó minntir á að enn geisar farsótt og rík ástæða er til að gæta fyllstu varúðar og gæta vel að persónulegum sóttvörnum. Tveggja metra reglan er í fullu gildi og grímuskylda við lýði. Mötuneyti skólans verður opið en nemendur þurfa að vera með grímu í matsal nema rétt á meðan matar og drykkjar er neytt.
Við erum öll almannavarnir og við ætlum að hjálpast að við að komast upp þessa brekku eins og aðrar sem hafa orðið á vegi okkar síðasta árið.