Afreksíþróttasvið fékk Máttarstólpann
Á Grafarvogsdaginn 27. maí 2017 fékk afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla afhentan Máttarstólpann ásamt 50.000.- kr. viðurkenningu.
Máttarstólpinn er viðurkenning hverfisráðs Grafarvogs fyrir framúrskarandi framlag til félagsstarfs, menningar, íþrótta eða tómstunda í hverfinu og hefur verið veittur síðan 1998.