Afreksfólk í frjálsum íþróttum
Helgina 25.-26.
febrúar fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir nemandi á náttúrufræðibraut og Styrmir Dan Hansen Steinunnarson nemandi á félags- og hugvísindabraut urðu Íslandsmeistarar
í hástökki í sínum aldursflokkum.
Kolbeinn Tómas Jónsson nemandi á náttúrufræðibraut varð fjórfaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Hann vann gull í kúluvarpi, þrístökki og 4x200 m boðhlaupi. Kolbeinn vann svo yfirburðasigur í sinni helstu grein á innanhússtímabilinu í Sjöþraut.
Kolbeinn Tómas, Helga Þóra og Styrmir Dan eru öll á afreksíþróttasviði BHS, Kolbeinn Tómas keppir fyrir ÍR og Helga Þóra og Styrmir Dan keppa fyrir Ungmennafélagið Fjölni.