Afreksdagurinn

19/5/2021 Afrekið

  • 3. árs nemar í heimsókn í HR
  • 2. árs nemar með nesti eftir sundferð

Afreksbraut skólans hélt lokahátíð annarinnar í síðustu viku. Þannig var haldið upp á starf síðasta skólaárs og síðasta tímann með nemendum. Nemendum var boðið upp á ólíka dagskrá eftir því hversu langt þau eru komin í náminu og áherslan var lögð á hið félagslega og að eiga skemmtilegan dag saman. 

Fyrsta árs nemum var boðið í Egilshöll þar sem þau gátu valið um liðkunar- og styrkæfingar í heitum sal með Ölmu sjúkraþjálfara, fara á skauta eða í hjólaferð. Að lokum komu allir nemendur saman og fengu samlokur og safa.

Annars árs nemar fengu val um að fara í golfþrautir í Golfklúbbi Mosfellsbæjar eða að fara í sund í Grafarvogslaug. Að því loknu var boðið upp á létta hressingu með söfum og samlokum.

Þriðja árs nemar fengu að fara í heimsókn í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fengu fyrirlestur frá Írisi Mist, kennara í Borgarholtsskóla, um hugarfar afreksíþróttafólks og tengdi þar marga áhugaverða þætti saman. Háskóli Reykjavíkur og Borgarholtsskóli eru í formlegu samstarfi um ýmsa þætti og hluti af því er að nemendur fái að koma í heimsókn í skólann og fái sérstaka kynningu námi íþróttafræðinnar ásamt því að skoða sig um. Að því loknu var boðið upp á heitan hádegismat og í boði var að fara á Ylströndina í Nauthólsvík.

Mikið ánægja var með daginn jafnt hjá nemendum sem kennurum en allir voru sammála um að gaman væri að geta endað þessa sérkennilegu önn á þennan hátt. Vonir standa til að á næsta ári verið hægt að fara í stærri og umfangsmeiri ferðir með áframhaldandi bólusetningum og sóttvörnum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira