Áfram samstarf við Goethe-Institut

15/12/2016

  • Samningur undirritaður vegna PASCH

Nú á dögunum var samningur um þátttöku Borgarholtsskóla í PASCH verkefninu framlengdur, en skólinn hefur tekið þátt í verkefninu síðan 2009.

PASCH  er verkefni sem  þýska utanríkisráðuneytið setti af stað árið 2008 til að efla og styðja við þýskukennslu um allan heim og í dag eru rúmlega 1500 skólar aðilar að þessu samstarfsverkefni. Borgarholtsskóli er eini PASCH-skólinn hér á landi. Samstarfsaðili skólans er Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.

Þátttaka í þessu verkefni gerir það að verkum að ýmislegt stendur nemendum Borgarholtsskóla til boða.  Tveimur nemendum býðst að fara á 3ja vikna sumarnámskeið í Þýskalandi þeim að kostnaðarlausu og  þýskir listamenn og sérfræðingar koma hingað með námskeið og vinnustofur fyrir nemendur. Nýjasta viðbótin er að nemendum stendur til boða að ljúka þýskunáminu með alþjóðlega vottuðu prófi á A2 og B1 stigi þeim að kostnaðarlausu.

Þýskukennarar skólans fara árlega á námskeið í Þýskalandi um ýmislegt tengt tungumálakennslu. Í samstarfi Goethe-Institut, Borgarholtsskóla og Félags þýzkukennara eru haldin námskeið og vinnustofur hér í skólanum sem opnar eru öllum þýskukennurum á Íslandi.

PASCH

Goethe Institut


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira