Afmælisfagnaður

14/10/2016

 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október - Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október - Guðný María Jónsdóttir
 • Afmlisfagnaður 13. október - Ársæll Guðmundsson skólameistari
 • Afmlisfagnaður 13. október - Léttsveit Reykjavíkur
 • Afmlisfagnaður 13. október - Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson
 • Afmlisfagnaður 13. október - Illugi Gunnarsson mentna- og menningarmálaráðherra
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október - Tinna María Árnadóttir
 • Afmlisfagnaður 13. október
 • Afmlisfagnaður 13. október

Mánudaginn 2. september 1996 var Borgarholtsskóli settur í fyrsta sinn.  Nemendur voru á þeim tíma tæplega 400 talsins og kennarar og annað starfsfólk á fimmta tug.  Í ár eru því 20 ár liðin, nemendafjöldinn er vel yfir 1000 og starfsmenn á annað hundrað.  Í tilefni afmælisins var efnt til afmælisfagnaðar í skólanum fimmtudaginn 13. október 2016.  Opið hús var og samkoma á sal. Fjöldi gesta mættu, þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson.

Leiklistarnemendur og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tóku á móti gestum í anddyri skólans.  Gestum var boðið að ganga um skólann í leiðsögn nemenda og kynna sér það fjölbreytta starf sem þar fer fram.

Áður en hátíðardagskrá byrjaði í sal skólans flutti Hilmar Sverrisson létta tónlist.

Dagskráin hófst á því að skólahljómsveit Borgarholtsskóla spilaði og söng lagið "Creep".
Skólameistari flutti ávarp og að því loknu flutti Léttsveit Reykjavíkur tvö lög við texta Eyglóar Eyjólfsdóttur sem var fyrsti skólameistari BHS.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson fluttu ávörp.

Nýr skólasöngur var frumfluttur, en efnt var til samkeppni á dögunum og bar Anton Már Gylfason kennslustjóri sigur úr býtum. Hann skrifaði bæði texta og lag sem ber heitið Á Borgarholtinu.

Tinna María Árnadóttir nemandi á náttúrufræðibraut flutti ávarp og einnig ávarp móður sinnar Elsu Björnsdóttur fyrrverandi nemanda BHS í fjarveru hennar.
Að lokum var afmælissöngurinn sunginn við undirspil Hilmars Sverrissonar.

Nokkrir fyrrverandi nemendur tóku upp kveðjur til skólans og voru þær sýndar á tjaldi meðan gestir gæddu sér á veitingum.

Skólahúsnæðið var spariklætt, en nemendur í grafískri hönnun, undir umsjón Kristínar Maríu Ingimarsdóttur og Þiðriks Ch. Emilssonar, gerðu listaverk í stigana, þar sem grunngildi skólans voru höfð að leiðarljósi. 

Á þessum 20 árum hefur verið lögð á það áhersla í Borgarholtsskóla að bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir fjölbreytta nemandahópa. Afmælishátíðin endurspelgaði einmitt þennan fjölbreytileika sem birtist í nemenda- og starfsmannahópnum og gerir Borgarholtsskóla jafn eftirsóttan og raun ber vitni.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira