Afmælisfagnaður

3/10/2016

  • Íslenski fáninn blaktir við hún við Borgarholtsskóla

Við fögnum 20 ára afmæli Borgarholtsskóla fimmtudaginn 13. október nk.

Allir velunnarar skólans og aðrir áhugasamir, m.a. fyrrverandi nemendur og starfsmenn, eru velkomnir í afmælið. Um 200 manns er boðið sérstaklega til fagnaðarins.

Nemendur flytja tónlist og sýna verk sín og gestum er boðið að skoða skólann og kynna sér starfsemi hans.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra heimsækja okkur og flytja ávörp.

Formleg hátíðardagskrá verður með þessum hætti:
Kl. 14:00 - 16:00 Opið hús
Kl. 14:00 - 15:00 Gestum boðið að ganga um skólann og kynna sér starfsemi hans
Kl. 15:00 Hátíðarávörp

Veitingar verða veittar að loknum ávörpum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira