Aðalfundur foreldraráðs Borgarholtsskóla
Aðalfundur foreldraráðs Borgarholtsskóla er boðaður miðvikudaginn 3. febrúar 2021 kl. 17:00 og fer hann fram á zoom.
Dagskrá
fundarins er:
1. Erla Gísladóttir, fráfarandi formaður foreldraráðs, kynnir starf ráðsins og stýrir aðalfundarstörfum.
2. Venjuleg aðalfundarstörf
3.
Gestir fundarins taka til máls
Gestir fundarins koma að þessu sinni frá
lögreglunni; Hildur Rún Björnsdóttir rannsóknarlögreglumaður og Einar
Ásbjörnsson, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem nú er sérfræðingur í málefnum
barna. Þau ræða árásina í skólanum á dögunum og sitja fyrir svörum
foreldra/forráðamanna.
3.
Uppistand með Ara Eldjárn
Anton Már Gylfason, áfangastjóri, stýrir fundinum.
Minnt er á mikilvægi öflugs foreldrasamfélags við skólann og eru foreldrar/forráðamenn því
hvattir til þess að taka sér tíma og taka þátt í fundinum og
foreldrastarfinu sem framundan er.
Áhugasamir foreldrar eru hvattir til þess að bjóða sig fram í stjórn foreldraráðsins. Samkvæmt lögum ráðsins skal stjórn vera skipuð sex aðalmönnum og tveimur varamönnum.