Aðalbjörg fær afreks- og hvatningarstyrk HÍ

26/6/2019

  • AB1
  • AB3
  • AB2

Frábær fyrrum nemandi okkar, Aðalbjörg Brynja Pétursdóttir, tók við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands sem afhentur var við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi á dögunum. Alls voru veittir 29 styrkir að þessu sinni.

Aðalbjörg brautskráðist sem stúdent af náttúrufræðibraut í desember í fyrra og hlaut við það tækifæri fjölda viðurkenninga fyrir góðan árangur í námi og var dúx skólans. Frábær árangur hjá þessari flottu stelpu sem hefur nám í hjúkrunarfræði við HÍ í haust. Óskum við Aðalbjörgu innilega til hamingju með styrkinn og heiðurinn.

Frétt á vef Háskóla Íslands


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira