33 konur fengu raunfærnimat

28/9/2015

  • Raunfærnimat þjónustugreina

Laugardaginn 26. september fengu 33 konur af Vesturlandi og Vestfjörðum afhentar í Borgarnesi niðurstöður úr raunfærnimati á sviði þjónustugreina. 
Allar hafa konurnar unnið í mörg ár á sviði félagslegrar þjónustu  m.a. við uppeldisstörf og ummönnun aldraðra og fatlaðra. Matið tekur til námsáfanga sem konurnar hafa áunnið sér þekkingu, leikni og hæfni í með störfum sínum. Með þessum hætti er reynt að auðvelda fólki að setjast á námsbekk eftir jafnvel áralanga hvíld frá skólakerfinu. Um var að ræða samstarfsverkefni milli Simenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Borgarholtsskóla. Mikill meirihluti þessara kvenna stundar nú dreifnám til starfsréttinda í Borgarholtsskóla.
Það er fengur fyrir land og þjóð að virkja með þessum hætti hæfileikaríkt fóllk til náms og starfa.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira