29 ára með doktorspróf
Nemendur Borgarholtsskóla hasla sér víða völl að námi loknu í skólanum. Er það mikið ánægjuefni að sjá að hversu vel nemendur dafna í námi og starfi eftir skólavistina. Enn ein skrautfjöðurin bættist í hatt Borgarholtsskóla í dag þegar fyrrum nemandi skólans, Katrín Kristjánsdóttir, (29 ára) varði doktorsritgerð sína í verkfræði með miklum sóma í Tækniháskóla Danmerkur (DTU).
Katrín Kristjánsdóttir útskrifaðist sem stúdent frá BHS á náttúrufræðibraut vorið 2008. Við tók nám verkfræði í Háskólanum í Reykjavík sem hún lauk með BS prófi vorið 2011. Katrín hóf strax í kjölfarið mastersnám í verkfræði við Tækniháskóla Danmerkur (DTU) haustið 2011 og lauk því á tveimur árum. Í kjölfarið hóf hún doktorsnám við skólann. Viðfangsefnið var á sviði svokallaðrar kerfisverkfræði (configuration system engineering). Í dag útskrifaðist Katrín síðan sem doktor frá DTU með opinberri vörn. Katrín hefur nú þegar hafið störf sem ,,postdoctoral” sérfræðingur við DTU í nánum tengslum við alþjóðleg stórfyrirtæki. Þá vinnur hún að kerfisfræðilegum rannsóknarverkefnum fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki sem DTU á í samstarfi við.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af Þórhildi Kristjánsdóttur.