25 ára afmæli Borgó

2/9/2021

 • Þessum krökkum fannst kakan mjög góð
 • Ásta Laufey skólameistari
 • Anton Már spilaði, Bjarni Jóhannsson, Egill Þó Magnússon, Óttar Ólafsson og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
 • Þessir krakkar létu ekki sitt eftir liggja og tóku vel undir í afmælissöngnum
 • Skammtað á diska í matsalnum
 • Þessi pössuðu að allir fengju köku í bílahúsi
 • Brugðið á leik við kökuna í málmskálanum
 • Þessi voru hress í málmskálanum
 • Krakkar úr verknámshúsi hress eftir að hafa borðað afmælisköku
 • Ásta Laufey skólameistari og Jón Bjarni formaður NFBHS
 • Þessir krakkar stóðu sig vel við að skammta kökurnar
 • Glæsileg afmæliskaka

Í dag, 2. september 2021 er Borgarholtsskóli 25 ára gamall. Af því tilefni var öllum nemendum skólans boðið upp á köku í hádegishléi, annað hvort í matsal skólans eða í verknámshúsi.

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir skólameistari óskaði öllum til hamingju með afmælið. Hún sagði frá því að þrír starfsmenn, Bjarni Jóhannsson, Egill Þór Magnússon og Óttar Ólafsson, væru búnir að starfa við skólann frá upphafi. Þessir kennarar voru kallaðir upp á svið þar sem klappað var fyrir þeim.

Ásta Laufey sagði frá því að í tilefni afmælisins ætlaði skólinn að styrkja Nemendafélag Borgarholtsskóla um kr. 250.000,- og óskaði eftir því að nemendur hjálpuðust að við að finna út hvernig skynsamlegast væri að verja peningunum í þágu nemenda.

Að lokum var afmælissöngurinn sunginn og nemendum boðið upp á súkkulaðiköku og mjólk.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira