2020 komið út

13/3/2018

  • Forsíða 2. tbl. 2020.

2020 er komið út í annað sinn. Blaðið er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi. Skólarnir eru 13 talsins og eru þeir eins ólíkir og þeir eru margir.

Tilgangur blaðsins er að kynna og vekja athygli á fjölbreytni starfsnáms á Íslandi en hægt er að stunda nám í nærri 60 greinum í 13 skólum.

Heiti blaðsins vísar í það sameiginlega markmið skólanna að 20% grunnskólanemenda skrái sig í iðn- og verknám frá og með árinu 2020.

2020 var að þessu sinni prentað í 9000 eintökum og verður því dreift til allra foreldra og forráðamanna barna í 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Íslandi. Auk þess verður það aðgengilegt í þeim skólum sem að útgáfunni standa og hægt að skoða það rafrænt .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira