Fréttir og tilkynningar: 2020

Brautskráning
Í dag, laugardaginn 19. desember, brautskráðust 133 nemendur frá Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Smásagnakeppni FEKÍ á ensku
Enskudeild Borgarholtsskóla veittu sex nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu í undankeppni smásagnakeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi).
Lesa meira
Smásagnakeppni í íslensku
Kristján Guðmundsson, Thelma Þöll Matthíasdóttir og Victor Þór Margeirsson hlutu viðurkenningu fyrir frumsamdar smásögur í íslensku.
Lesa meira
Dagbjartur semur við Missouri háskóla
Dagbjartur Sigurbrandsson, nemandi á afreksbraut, semur við Missouri háskólann þar sem hann mun spila golf með liði skólans.
Lesa meira
Sérnámsbraut gefur skóhorn
Föstudaginn 4. desember afhentu nemendur á sérnámsbraut skólanum og skólameisturum skóhorn sem þeir höfðu smíðað í málmsmíði á haustönninni.
Lesa meira
Foreldum boðið til spjalls við stjórnendur
Í lok nóvember var foreldrum og forráðamönnum boðið til fundar við stjórnendur skólans. Fór fundurinn fram á Zoom í takti við tíðarandann og var hann vel sóttur
Lesa meira
Fyrirlestrar í boði foreldrafélags Borgarholtsskóla
Fimmtudaginn 26. nóvember ætlar foreldrafélagið að bjóða upp á tvo fyrirlestra, annan fyrir nemendur og hinn fyrir foreldra
Lesa meira
Nám og kennsla frá og með 23. nóvember
Ekki verða miklar breytingar gerðar á skólahaldi í Borgarholtsskóla í kjölfar reglugerðar um sóttvarnir í skólum sem tók gildi þann 17. nóvember sl. Nemendur í bóknámi geta þó átt von á að verða kallaðir í hús til að ljúka einstaka námsmatsþáttum.
Lesa meira
Lokaverkefni í nýsköpun
Nemendur í lokaáfanga nýsköpunar hafa á þessari önn þurft að hugsa í lausnum til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.
Lesa meira
Lýðræðisfundur foreldra
Fimmtudaginn 29. október verður haldinn lýðræðisfundur foreldra nemenda í Borgarholtsskóla. Fyrirmyndin er sótt til árlegs lýðræðisfundar nemenda skólans.
Lesa meira
Hleðsludagar og nám og kennsla vikuna 27.-30. október
Fyrirkomulag náms og kennslu vikuna 27. - 30. október er hægt að sjá hér. Einnig er minnt á að hleðsludaga skólans.
Lesa meira
Lýðræðisfundur Borgó 2020
Föstudaginn 16. október var lýðræðisfundur nemenda skólans haldinn með pompi og prakt.
Lesa meira
Skemmtileg gjöf
Hilmar Guðbjörnsson blikksmiður kom á dögunum og færði skólanum skemmtilega gjöf.

Þórður Jökull Íslandsmeistari
Þórður Jökull Henrysson, nemandi á afreksíþróttasviði varð Íslandsmeistari í karate nú um helgina.
Lesa meira
Smásagnasmákeppni á ensku
Félag enskukennara á Íslandi efnir til smásagnakeppni á ensku. Skilafrestur er til 16. nóvember.
Lesa meira
Nýtt hjólastillingatæki
Nýtt hjólastillingatæki er komið í skólann og í síðustu viku var námskeið um notkun þess fyrir kennara í bifvélavirkjun.
Lesa meira
Nemendur hanna og mála "camoflash" á jeppa
Nemendur í áfanganum Teikning og hönnun hönnuðu nýtt útlit á jeppa og máluðu hann.
Lesa meira
Nýtt skipulag svæða
Í dag verður breyting á skiptingu skólans í sóttvarnarsvæði. Önnur og þriðja hæð bók- og listnámshúss verður eitt svæði og aðgangur kennara að vinnuaðstöðu í skálum rýmkaður.
Lesa meira
Truflanir í Innu
Mikið álag er á Innu þessa dagana vegna stóraukinnar notkunar. Advania, rekstraraðili Innunnar, vinnur að endurbótum.
Lesa meira
Verklagsreglur vegna Covid 19
Borgarholtsskóli hefur gefið út verklagsreglur vegna Covid 19. Í henni má sjá hvernig rétt viðbrögð eru gagnvart skólasamfélaginu ef grunur leikur á smiti.
Lesa meira
Skólahald í Borgarholtsskóla í upphafi haustannar - ráðstafanir vegna Covid-19
Vegna Covid 19 verður skólahald í Borgarholtsskóla við upphaf haustannar með óhefðbundnum hætti hjá stórum hluta nemenda. Yfirlit yfir skipulag fyrstu tvær vikurnar er birt hér.

Rafræn bókun hjá náms- og starfsráðgjöfum
Náms- og starfsráðgjafar skólans bjóða nú í fyrsta skipti upp á rafræna bókun í viðtöl hjá sér.
Lesa meira
Jafnlaunavottun
Borgarholtsskóli hefur hlotið jafnlaunavottun sem byggir á ÍST 85:2012 - Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar.
Lesa meira
Brautskráning
Í dag, laugardaginn 6. júní 2020, voru brautskráðir 185 nemendur af öllum brautum skólans.
Lesa meira
Brautskráning - streymi
Brautskráningarathöfnum Borgarholtsskóla var streymt beint á netinu að þessu sinni. Hér má nálgast streymið.
Lesa meira
Lokasýning í kvikmyndagerð
Frumsýning á lokaverkefnum kvikmyndanemenda fór fram í Laugarásbíói föstudaginn 15. maí kl 17.00. Í fréttinni eru tenglar á verkefni útskriftarnemanna.
Lesa meira
Lokasýning í grafískri hönnun
Verk útskriftarnema í grafískri hönnun eru sýnd á vefnum Gallerí 208 og var hann formlega opnaður í dag, mánudaginn 11. maí.
Lesa meira
Yngismeyjar undir berum himni
Útskriftarnemar leiklistlistarkjörsviðs Borgarholtsskóla setja að þessu sinni upp sýninguna Yngismeyjar eftir Louisu May Alcott undir leiðsögn kennara sinna.
Lesa meira
Nýsköpunarkeppnin Ungir frumkvöðlar
Nemendur í Borgarholtsskóla stóðu sig vel í nýsköpunarkeppninni Ungir frumkvöðlar - JA Iceland.

Ásta Laufey ráðin
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla frá og með 1. ágúst 2020.
Lesa meira
Menntamálaráðherra í heimsókn
Miðvikudaginn 6. maí kom Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn í Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Borgó eftir 4. maí
Í samkomubanninu hefur kennsla farið fram í fjarnámi samkvæmt stundatöflu. Eftir 4. maí verða örlitlar breytingar á því.

Hvatningarkveðjur
Þriðjudaginn 14. apríl fengu nemendur sendan tengil á hvatningarkveðjur frá starfsfólki skólans.
Lesa meira
Framhaldsskólanám og keppnisíþróttir
Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla skrifaði grein um hvernig stunda megi metnaðarfullt framhaldsskólanám og keppnisíþróttir samhliða.
Lesa meira
Skólinn lokaður áfram
Skólinn verður lokaður áfram þar sem búið er að framlengja samkomubann á Íslandi til 4. maí.

Örfyrirlestar um námstækni
Náms- og starfsráðgjafar hafa verið að búa til örfyrirlestra um námstækni fyrir nemendur.

Val fyrir haustönn 2020
Skólastarfið þarf að halda áfram þrátt fyrir lokun skólans og því eru hér fyrirmæli um hvernig val fyrir haustönn 2020 fer fram.

Sýningar á Grís falla niður
Sýningar á Grís falla niður vegna Covid - 19. Endurgreiðsla fer fram í gegnum tix.is .

Skólinn lokaður
Skólinn verður lokaður frá og með 16. mars en kennt verður í fjarkennslu. Hér eru upplýsingar frá skólameistara og aðstoðarskólameistara vegna stöðunnar. Uppfærð frétt 16.3.2020

Upplýsingar frá almannavörnum vegna Covid-19
Almannavarnir sendu frá sér bréf til upplýsinga til nemenda, foreldra og forráðamanna vegna Covid - 19.

Úrslit Gettu betur án áhorfenda
Föstudaginn 13. mars keppir lið Borgarholtsskóla til úrslita í Gettu betur. Að beiðni RÚV fer keppnin fram án áhorfenda.
Lesa meira
Viðbragðsáætlun
Ný útgáfa af Viðbragðsáætlun Borgaholtsskóla - Viðbrögð við ógnunum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum
o.fl. er birt hér.

Bíladelludagar
Dagana 3.-5. mars fóru fram bíladelludagar í Borgarholtsskóla. Kennsla var brotin upp hjá nemendum á bíltæknibrautum og þeim gafst tækifæri til að prófa ýmislegt tengt bílum sem fellur ekki beint undir námskrá.
Lesa meira
Þróunardagur
Föstudagurinn 6. mars var helgaður þróun í 14 framhaldsskólum. Kennarahópar hittust, fræddust og umfram allt ræddu hagsmunamál sín og hugðarefni.

2020 komið út
2020 er komið út í fjórða sinn. Að útgáfu blaðsins standa iðn- og starfsnámsskólar á Íslandi.

Tilkynning vegna Covid-19 kórónaveirunnar
Nemendur, forrráðamenn og starfsmenn eru hvattir til að fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 kórónaveirunnar.

Borgarholtsskóli í úrslit Gettu betur
Eftir jafna og spennandi keppni lagði lið Borgarholtsskóla lið Fjölbrautaskólans við Ármúla með 28 stigum gegn 24.
Lesa meira
Grís
Leikfélag Borgarholtsskóla setur upp söngleikinn Grís og er frumsýningin 27. febrúar. Miðasala á tix.is .

Daníel Smári hlaðinn verðlaunagripum
Dagana 6.-9. febrúar keppti Daníel Smári í sundi á Malmö Open og kom heim með sex verðlaunagripi.
Lesa meira
Borgó í undanúrslit Gettu betur
Í kvöld, 31. janúar sigraði lið Borgarholtsskóla lið Tækniskólans í Gettu betur með 26 stigum gegn 24 stigum.
Lesa meira
Söngkeppni Borgó
Miðvikudaginn 29. janúar fór fram söngkeppni Borgó. Sindri Freyr Sveinbjörnsson sigraði en hann flutti lagið Ljósbrá.

Landsliðsstyrkur
Á dögunum var nemendum á afreksíþróttasviði afhentur landsliðsstyrkur. Þetta er í ellefta sinn sem þessir styrkir eru veittir.
Lesa meira
Íþróttir í Egilshöll
Hér eru frjálsu tímarnir sem boðið er upp á í Egilshöll á vorönn 2020 en nemendur geta mætt þar á ákveðnum tímum til að fá mætingu.
Lesa meira
Heimsókn frá sendiráðum
Miðvikudaginn 23. janúar kom sendiherra Frakklands og fulltrúi frá þýska sendiráðinu í heimsókn í Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Borgó í 8 liða úrslit í Gettu betur
Lið Borgarholtsskóla tryggði sér í gærkvöldi, fimmtudaginn 16. janúar, sæti í 8 liða úrslitum Gettu betur.
Lesa meira
Öflugt erlent samstarf
Árið 2017 var ráðinn verkefnisstjóri erlends samstarfs og síðan þá hafa um 100 kennarar og nemendur farið erlendis og eflt kunnáttu sína og færni.

Upphaf vorannar 2020
Kennsla í dagskóla hefst þriðjudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá. Kennsla í dreifnámi hefst föstudaginn 10. janúar.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira